SKILMÁLAR

Pantanir og afhending

Stefnt er að því að vörur séu sendar samdægurs eða næsta virka dag eftir að greiðsla hefur
borist. Sendingar skila sér yfirleitt á 2-4 dögum með hefðbundnum þjónustuaðilum.
Sé vara ekki til á lager, verður haft samband við kaupanda og varan endurgreidd.

Greiðslumöguleikar

Í vefverslun ravens er hægt að greiða með debetkortum (nýja týpan) og kreditkortum
(MasterCard/Visa), í gegnum PEI eða með millifærslu.

Velji viðskiptavinur að greiða með millifærslu, er greitt inn á bankareikning ravens (0152-26-
011915, kt. 630418-1860) innan sólarhrings eftir að pöntun hefur átt sér stað.
Mikilvægt er að senda staðfestingarpóst á gullfoss.ehf@gmail.com
Ath. vara er ekki send af stað fyrr en millifærsla hefur verið staðfest.

Skilaréttur

14 daga skilafrestur er á vörum í verslun okkar. Skilyrði er að varan sé óskemmd og í
upprunalegum umbúðum (þegar það á við) og kvittun fylgi (kvittun er send í tölvupósti).
Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað kjósi hann að skila vöru, nema um gallaða vöru sé að
ræða. Hægt er að hafa samband í síma 863 7114 vegna vöruskila.

Vörur og verð

Hjá ravens er fjölbreytt vöruúrval en takmarkaður fjöldi er af hverri vöru, því takmarkast framboð í
vefverslun við birgðastöðu. Verð á vefsíðu eru birt með fyrirvara um prentvillur. Við áskiljum okkur
þann rétt að breyta verðum fyrirvaralaust. Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti.